Fjörugur foreldramorgunn

22. ágúst 2018


Það var fjörugur hópur foreldra og barna sem kom saman í Suðursal Hallgrímskirkju í morgun til samverustundar. Foreldramorgnar eru vikulega í Hallgrímskirkju, á miðvikudögum kl 10-12 og eru kjörinn vettvangur fyrir foreldra sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi. Börn og foreldrar kynnast hvert öðru, syngja saman og njóta léttrar hressingar.

Tilgangur foreldramorgna er að efla félagsleg tengsl foreldra og barna þeirra í Hallgrímskirkju og er öllum velkomið að taka þátt í þessum skemmtilegu stundum.