Foreldramorgnar í sumarfríi í júlí

22. júní 2023
Fréttir

Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga í kórkjallara kirkjunnar frá kl. 10-12 en fara í sumarfrí í júlí. Það hefur verið góð þátttaka í starfinu af foreldrum, ömmum, öfum og ,,au-pairum“ í vetur. Það var söngstund kl. 11 og hún var mjög vinsæl hjá börnunum. Það er alltaf boðið upp á léttar veitingar fyrir fjölskyldurnar. Hópurinn ætlar að hittast næsta miðvikudag, 28. júní kl. 10 í Húsdýragarðinum og eiga skemmtilega stund þar saman fyrir sumarfríið. Það eru allar fjölskyldur velkomnar og hægt að hafa samband við verkefnastjórann Kristnýju Rós í s. 865-3557 ef spurningar vakna. Helga Diep og Matta Canrom Eide eru sjálfboðaliðar í starfinu og Kristný Rós Gústafsdóttir verkefnastjóri og Ragnheiður Bjarnadóttir píanókennari leiða starfið. Foreldramorgnar hefjast svo aftur miðv. 2. ágúst kl. 10-12.

Olga Helgadóttir móðir og ljósmyndari tók þessa mynd af hluta af hópnum en myndin var sett á köku fyrir hópinn.