Fræðsluerindi - Fólk á flótta!

08. nóvember 2023

Á þriðjudögum í október stóð Hallgrímskirkja fyrir fimm fræðsluerindum í fylgd með sérfróðum þar sem fjallað var um fólk á flótta í fortíð og nútíð.

Sérfræðingarnir fluttu erindin:

  • Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur: "Fólk á ferð í Biblíunni: Frá Babýlon til Egyptalands"
  • Dr. Ólöf Garðarsdóttir félagssagnfræðingur og forseti hugvísindasviðs HÍ. "Hvað er heima?: Af fólksflutningum og tengslum við gömlu og nýju heimkynnin í sögu og samtíð."
  • Viðar Hreinsson, rithöfundur flutti erindið: "Fardagar: Um seinni fardaga í Vesturheim og fardaga nútímans."
  • Kjartan Jónsson fyrrum sóknarprestur í Ástjarnarprestakalli fór með fjórða erindið: "Fólk í flótta í samtíma okkar!"
    Farið var yfir helstu alþjóðasáttmála sem varða flóttamenn sem Ísland hefur undirritað. Boðskapur Biblíunnar um flóttamenn og útlendinga var kannaður og viðbrögð við þeim. Að lokum var litið á þátt fólksflutninga í útbreiðslu kristninnar í gegnum tíðina. Rætt var m.a. hvernig við sem kirkja getum brugðist við komu mikils fjölda útlendinga til landsins.
  • Fimmta og síðasta fræðsluerindið flutti Sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, formaður framkvæmdanefndar um flóttamannamál Þjóðkirkjunnar og ræddi hún störf sín með flóttafólki og innflytjendum á Íslandi og erlendis.

Það sköpuðust djúpar og áhugaverðar samræður í öll skiptin sem vöktu fólk til umhugsunar og skildu eftir sig dýpri þekkingu á umræðuefninu.

Þetta er vandmeðfarið og viðkvæmt viðfangsefni um raunverulega aðstæður og við þökkum Jóni, Ólöfu, Viðari, Kjartani og Heiðrúnu hjartanlega fyrir vandaða og vel gerða fyrirlestra.  Við viljum einnig þakka áheyrendum hlustun og þátttöku.

Hallgrímskirkja - Þinn staður!

Meðfylgjandi myndir eru frá erindi Viðars Hreinssonar: SB