Framundan...

21. febrúar 2020


Fréttabréf Hallgrímskirkju dagana 20. – 26. febrúar
Vers vikunnar:
Jesús tók þá tólf til sín og sagði við þá: „Nú förum við upp til Jerúsalem og mun allt það koma fram sem spámennirnir hafa skrifað um Mannssoninn.
Lúk 18.31

Kæru vinir og viðtakendur.

Efni fréttabréfsins:
- Er þá ekkert heilagt lengur? Hádegisfyrirlestrar á miðvikudögum
- Sunnudagsfyrirlestrar sem byrja sunnudaginn 1. mars
- Jóhannesarpassía Bachs
- Kvöldkirkjan
- Konudagsmessa og barnastarf
- Ensk messa Er þá ekkert heilagt lengur? - Fyrirlestrar á miðvikudögum
Hvað er heilagt eða er allt á floti og engin algildi til? Í hádeginu á miðvikudögum eru samverustundir í Norðursal Hallgrímskirkju kl. 12- 12,45. Veitingar eru í boði kirkjunnar og fyrirlesarar tala um það sem þeim er mikilvægt. Fyrsta samveran verður 19. febrúar og sú síðasta 25. mars. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, prestar Hallgrímskirkju, stýra þessum samverum og allir eru velkomnir til samtalsins.
Sjá mynd fyrir dagskrá miðvikudagana.

Sunnudagsfyrirlestrar sem byrja sunnudaginn 1. mars á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar
Á sunnudögum í mars verða fyrirlestrar fyrir messur. Sunnudaginn 1. mars sem er jafnframt æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar mun rithöfundurinn og starfsmaður í barnastarfi Hallgrímskirkju, Karítas Hrundar Pálsdóttir lesa upp úr bók sinni: Árstíðir. Spurningar og spjall eftir á. Kleinur og heitt á könnunni í boði. Dagskrá fyrirlestrana er í mótun og verður auglýst þegar nær dregur.

Jóhannesarpassía Bachs miðvikudaginn 4. mars kl. 20
Benedikt Kristjánsson tenór, Elina Albach sembal- og orgelleikari & Phillip Lamprecht slagverksleikari.
Jóhannesarpassía Bachs í flutningi þriggja afburðatónlistarmanna með þátttöku tónleikagesta.Þessi einstæði flutningsmáti Jóhannesarpassíunnar hefur slegið í gegn í Þýskalandi og Hollandi. Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari syngur passíuna frá upphafi til enda í samspili við orgel, sembal og fjölbreytt slagverkshljóðfæri. Verkefnið hlaut nýlega hin virtu Opus Klassik-verðlaun í flokknum Framsæknir tónleikar. Kirkjugestir taka þátt í sálmasöngnum. Aðgangseyrir: 6.900 kr.
Miðasala er hafinn í Hallgrímskirkju opið daglega 9-17, á tónleikadegi og á www.tix.is.

Kvöldkirkjan fimmtudaginn 20. febrúar kl. 19 – 21:30
Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna kirkjurnar fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu og hefðubundnu helgihaldi dagkirkjunnar eða vill dýpka enn frekar trúarlega upplifun sína. Kvöldkirkjan er öllum opin og hentar mörgum. Óhefðbundin helgistund, kertaljós, íhugun, þögn, slökun, kyrrð, næði, tónlist og bænastöðvar.

Sunnudagur til dýrðar – Konudagsmessa og barnastarf sunnudaginn 23. febrúar kl. 11 & ensk messa kl. 14
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigrún Óskarsdóttir prédika og þjóna fyrir altari ásamt kvenfélagskonum og messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.
Organisti: Hörður Áskelsson. Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á selló. Umsjón barnastarfs: Karítas Hrundar Pálsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Kaffi og smá veitingar eftir messu. Og auðvitað allir velkomnir.

Ensk messa kl. 14: Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Hörður Áskelsson. Kaffisopi eftir messu. Allir velkomnir.

Guð gefi ykkur góða viku.