FRESTAÐ - Grænn sunnudagsmorgun - Fræðslumorgun

20. október 2017


Því miður verður verður fræðslumorgninum frestað næsta sunnudag.

Næstkomandi sunnudagsmorgun 22. október í kórkjallaranum mun sr. Elínborg Sturludóttir mun flytja erindið: Að ganga til fundar við náttúruna og Guð

Á þessu ári er minnst fimm alda afmælis siðbótarinnar. Jafnframt hefur biskup óskað eftir því að haustið sé tímabil sköpunarverksins innan kirkjunnar. Siðbótarfólk hélt fram að fagnaðarerindið væri ekki til sölu. Gildi og sköpunarverk Guðs má ekki verðfella. Á grænum sunnudögum verður minnt á að hlutverk okkar er að gæta náttúrunnar sem náunga okkar. Við erum öll samstarfsfólk Guðs og berum ábyrgð á heilbrigði umhverfis okkar.