Frobenius kórorgelið endurbyggt

14. ágúst 2023
Fréttir

Sóknarnefnd Hallgrímskirkju samþykkti á fundi sínum 18. október 2022 að taka tilboði orgelsmiðjunnar Th. Frobenius & Sönner í Danmörku um endurbyggingu og stækkun kórorgels kirkjunnar.
Var skrifað undir samning í upphafi árs 2023.

Dagana 7. - 11. ágúst sl. komu orgelsmiðir frá Frobenius til að taka orgelið niður og settu í gám sem fer í orgelsmiðjuna í Danmörku þar sem það verður stækkað og endurbyggt.

Með fréttinni fylgja myndir frá vinnu orgelsmiðanna í Hallgrímskirkju og á verkstæðinu í Danmörku auk tölvumyndar af útliti orgelsins eftir endurbyggingu.

Orgelið verður svo vígt í hátíðarmessu á Pálmasunnudag 24. mars 2024.