Fræðsluerindi um systurnar Mörtu og Maríu í Betaníu

Við heimsækjum Mörtu og María í Betaníu í fræðslufyrirlestri í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 16. febrúar kl. 12.15.

Við þekkjum þær sem lærisveina og postula, systur, vinkonur Jesú og veisluhaldara.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir  og Sigrún Óskarsdóttir fjalla um systurnar.

Við lítum einnig við í eldhúsinu þeirra og kíkjum á hvað var í boði þegar gesti bar að garði.  Sigrún Óskarsdóttir segir okkur frá veitingunum sem systurnar í Betaníu buðu mögulega upp á.


Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15 eftir lestur Passíusálma í kirkjunni og verður í Suðursal Hallgrímskirkju.
Einnig verður fyrirlestrinum streymt á Facebooksíðu Hallgrímskirkju