Fullt út úr dyrum á Iceland Airwaves

06. nóvember 2022
Fréttir

Hallgrímskirkja er komin í formlegt samstarf við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem „Partner-venue“
Tvennir tónleikar voru sl. helgi, orgeltónleikar Kristjáns Hrannars Pálssonar á föstudagskvöld og svo hádegistónleikar tónlistarhópsins Umbra ensemble á laugardag.
Óhætt er að fullyrða að þetta samstrarf fór afar vel af stað, frábærir tónleikar og aðsóknin eftir björtustu væntingum, en allt að 900 manns samtals sóttu þessa viðburði.

(Myndir: Hrefna Harðar)