Fyrirbænamessa & Liðug á líkama og sál í kórkjallara

30. maí 2016

Á morgun, þriðjudaginn 31. maí er fyrirbænamessa með altarisgöngu í kórkjallaranum kl. 10.30 - 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir messuna. Fyrirbænamessurnar munu halda áfram í allt sumar á sama tíma og sama stað.

Kl. 11.00 - 13.00 verður seinasta skiptið í vor hjá eldri borgara starfinu, Liðug á líkama og sál. Stundirnar taka svo aftur upp þráðinn í haust, auglýst þegar nær dregur. Á morgun verður svo slegið upp í vorhátíð en umsjón með starfinu hafa Mjöll og Helga.

Verið hjartanlega velkomin á báða viðburðina.