Fyrirlestur á morgunfundi

05. febrúar 2019

Aðalbjörg Stefanía fjallaði á líflegan hátt um samskipti fólks í lífi og starfi á morgunfundi starfsfólks í Hallgrímskirkju.



Á þriðjudagsmorgnum eru starfsmannafundir í Hallgrímskirkju þar sem alla jafna er farið yfir það sem er efst á baugi í kirkjustarfinu hverju sinni.





Í morgun brugðum við út af vananum og fengum Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur hjúkrunarfræðing til að fjalla um samskipti á morgunfundinum en hún er höfundur bókarinnar Samskiptaboðorðin.





Vel var mætt til morgunfundar og viðstaddir hlustuðu af athygli á Aðalbjörgu



Aðalbjörg fjallaði meðal annars um samskiptaboðorðin í fyrirlestri sínum tók ýmis dæmi um samskipti í lífi og starfi. Starfsfólk kirkjunnar hlustaði af áhuga á lifandi frásögn Aðalbjargar og við færum henni innilegar þakkir fyrir komuna og fróðleikinn.