Fyrirlestur um Grænu kirkjuna í Danmörku

10. október 2019


Næstkomandi sunnudag, 13. október, heldur Peter-Fischer Möller, Hróarskeldubiskup, fyrirlestur í Hallgrímskirkju. Fyrirlesturinn hefst kl. 09:30 í Norðursal og hefur yfirskriftina „Græna kirkjan í Danmörku“  Peter-Fischer Möller hefur gegnt embætti biskups í Hróarskeldu síðan 2008. Hann situr í framkvæmdastjórn kirkjuráðs í Danmörku og er virkur í starfshópi um Græna kirkju www.gronkirke.dk .

Hann hefur verið áberandi í Danmörku og annarsstaðar á Norðurlöndum í umræðum um náttúruvernd, lífræðilega fjölbreytni, loftslagsbreytingar og sjálbærni.

Að sjálfsögðu verður kaffi á boðstólum og kleinur. 

Allir velkomnir.