Fyrsti kvenfélagsfundur vetrarins!

13. október 2016
Á fyrsta kvenfélagsfundi vetrarins sem hefst kl. 20.00 í suðursal kirkjunnar mun Sigríður Jóna Norekvist, fyrrverandi kirkjuvörður segja frá því þegar hún starfaði hér við kirkjuna í kringum vígsluna. Núna í október fagnar Hallgrímskirkja 30 ára vígsluafmæli en Sigríður Jóna starfaði þegar hún var vígð og ætlar að segja okkur frá því. Í boði verður líka kaffi og veitingar.

Verið velkomin.