Fyrstu hádegistónleikar Schola cantorum í sumar

Miðvikudaginn 22. júní eru fyrstu sumartónleikar Scola cantorum kl. 12.00 í Hallgrímskirkju. Flutt eru íslensk tónlist, þjóðlög og  kórperlur. Í tilefni af 20 ára afmæli kórsins í ár munu þau líka syngja valinn lög frá ferlinum. Auk þess munu þau flytja valin lög af nýútkomnum geisladiski kórsins Mediatio. 

Aðgangseyrir: 2.500 kr. og miðar seldir við innganginn.