Góð gjöf frá ferðamanni

Debra Wallace frá Texas í Bandaríkjunum kom færandi hendi í Hallgrímskirkju á dögunum. Hún hafði fundið peninga á hótelherbergi sínu sem hún kannaðist ekki við að eiga og starfsfólk hótelsins vissi ekki hver gæti átt þá.
Þar sem Debra átti ekki peningana og hótelið ekki heldur þá fannst henni alveg kjörið að afhenda Hallgrímskirkju peningana að gjöf. Við fengum góðfúslegt leyfi hjá Debru til að taka af henni mynd og þökkum henni hjartanlega fyrir þessa góðu gjöf.