Gleðilegt vormisseri - af krafti!

í miðvikudagsmessu - mynd sáþ
í miðvikudagsmessu - mynd sáþ

Lífið í Hallgrímskirkju breytist frá og með 1. febrúar. Helgihald hefst að nýju, litríkt og fjölbreytilegt starf fyrir alla aldurshópa, tónleikar, kóræfingar, kyrrðarstundir, bænastundir og fræðsla. Kirkjulífið hefur verið í vetrarhléi vegna sóttvarnareglna frá því um áramót. En nú verður allt opnað og við getum komið saman í hliði himinsins. Verið velkomin í Hallgrímskirkju. Kirkjan er opin alla daga frá kl. 10-17.