Grænir sunnudagar í Hallgrímskirkju

21. september 2017
Fimm sunnudagar í september og október verða í Hallgrímskirkju „grænir“ sunnudagar. Í messunum kl. 11 verður prédikað um Guð og náttúru. Sálmar og lestrar verða litríkir líka. Í fjögur skipti, kl. 10, verða framsögur og umræður um tengsl trúar og umhverfis.

Á þessu ári er minnst fimm alda afmælis siðbótarinnar. Jafnframt hefur biskup óskað eftir því að haustið sé tímabil sköpunarverksins innan kirkjunnar. Siðbótarfólk hélt fram að fagnaðarerindið væri ekki til sölu. Gildi og sköpunarverk Guðs má ekki verðfella. Á grænum sunnudögum verður minnt á að hlutverk okkar er að gæta náttúrunnar sem náunga okkar. Við erum öll samstarfsfólk Guðs og berum ábyrgð á heilbrigði umhverfis okkar.

  1. september, kl. 10


Arnfríður Guðmundsdóttir: Er siðbót svarið við umhverfisvandanum?

  1. október, kl. 10


Sólveig Anna Bóasdóttir: Gullna reglan og loftslagsbreytingar

  1. október, kl. 10


Einar Karl Haraldsson: Tíminn er fullnaður – umbreyting nauðsyn

  1. október - Réttlátur friður við jörðina


Kl. 09:30: Guðþjónusta á vegum Rétttrúnaðarkirkjunnar undir forsæti Bartólómeusar I, patríarka í Konstantínópel.

Kl. 11:00: Samkirkjuleg guðþjónusta á vegum Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga með þátttöku fulltrúa Heimsráðs kirkna.

  1. október, kl. 10


Elínborg Sturludóttir: Að ganga til fundar við náttúruna og Guð 

Arnfríður Guðmundsdóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir eru prófessorar við HÍ. Einar Karl Harlaldsson er formaður undirbúningsnefndar ráðstefnu Heimsráðs kirkna og í sóknarnefnd Hallgrímskirkju. Elínborg Sturludóttir er pílagrímur og sóknarprestur.