Guðsþjónustu útvarpað úr Hallgrímskirkju á Kristniboðsdaginn 9. nóvember 2025 kl. 11

08. nóvember

Guðsþjónusta í tilefni af Kristniboðsdeginum verður útvarpað úr Hallgrímskirkju
Sunnudagur 9. nóvember 2025 kl. 11

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Guðlaugur Gunnarsson fyrrum kristniboði prédikar.
Lesarar eru Lilja Björk Jónsdóttir og Ingólfur Arnar Ármannsson.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Sönghópur skipaður Ástu Arnardóttur, Elfu Drafnar Stefánsdóttur, Fjölni Ólafssyni, Guju Sandholt, Sólbjörgu Björnsdóttur, Þorbirni Rúnarssyni, Þorkatli Sigfússyni og Erni Ými Arasyni.

Hægt er að hlusta á guðsþjónustuna í útarpinu á Rás 1 kl. 11:00 eða í gegn um þennan hlekk á ruv.is:  https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2025-11-09/5280342

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR