Guðsþjónusta, barnastarf og fræðslumorgunn sunnudaginn 8. mars 

07. mars 2020
Sunnudagurinn í Hallgrímskirkju hefst með fræðslumorgni kl. 10.00 í  suðursal kirkjunnar.
Málfríður Finnbogadóttir segir frá bók sinni " En tíminn skundaði burt", sögu Guðrúnar Lárusdóttur alþingiskonu og rithöfundar.   Guðsþjónusta og barnastarf hefst síðan kl. 11.00.  Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  Schola cantorum syngur og leiðir söng.  Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.  Rósa Árnadóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir leiða barnastarfið.
Að lokinni guðsþjónustu verður opnuð listsýning Karlottu Blöndal eins og sagt er frá hér á vef kirkjunnar
Í samræmi við fréttir og skilaboð frá Landlækni og almannavörnum þá eru ekki altarisgöngur í helgihaldinu í Hallgrímskirkju í mars. Prestur kveður söfnuðinn ekki með handarbandi við kirkjudyr að lokinni messu eins og venjulega.