Guðsþjónusta og barnastarf sunnudaginn 20. september kl. 11

18. september 2020


Guðsþjónusta og barnastarf í Hallgrímskirkju sunnudaginn 20 september kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.

Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng.

Ragnheiður Bjarnadóttir hefur umsjón með barnastarfinu.

Í lok guðsþjónustu verður safnað fé til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar. Söfnunarkörfur verða við útganginn. 

 

Inngöngusálmur: Hjá þér er lífsins lind Trond Kverno

Signing og bæn

Sálmur 34 Upp skapað allt í heimi hér

Miskunnarbæn

Dýrðarsöngur

Kollekta

Fyrri ritningarlestur: Jesaja 49.13-16a

Lofsyngið himnar, fagna þú jörð, þér fjöll, hefjið gleðisöng því að Drottinn hughreystir þjóð sína og sýnir miskunn sínum þjáðu.
En Síon segir: „Drottinn hefur yfirgefið mig, Guð hefur gleymt mér.“
Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt þá gleymi ég þér samt ekki.
Ég hef rist þig í lófa mér,

Síðari ritningarlestur: 1. Pétursbréf 5.5c-11

„Guð stendur gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð“. Beygið ykkur því undir Guðs voldugu hönd til þess að hann upphefji ykkur á sínum tíma. Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.
Verið algáð, vakið. Óvinur ykkar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann getur tortímt. Standið gegn honum stöðug í trúnni og vitið að bræður ykkar og systur um allan heim verða fyrir sömu þjáningum. En er þið hafið þjáðst um lítinn tíma mun Guð, sem veitir alla náð og hefur í Kristi kallað ykkur til sinnar eilífu dýrðar, sjálfur fullkomna ykkur, styrkja og gera ykkur öflug. Hans er mátturinn um aldir alda. Amen.

Sálmakennsla Eins og hind þráir vatnslind

Guðspjall:  Matteus 6.24-34

Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.
Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?

Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlítil!
Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.

Trúarjátning                                                                                                             

Ég trúi á Guð, föður almáttugan,/ skapara himins og jarðar./
Ég trúi á Jesú Krist,/ hans einkason, Drottin vorn,/ sem getinn er af heilögum anda,/fæddur af Maríu mey,/ píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,/ krossfestur, dáinn og grafinn,/ steig niður til heljar,/ reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,/steig upp til himna,/ situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs/ og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða./ Ég trúi á heilagan anda,/ heilaga almenna kirkju,/ samfélag heilagra,/ fyrirgefningu syndanna,/ upprisu mannsins/ og eilíft líf.

Prédikun 

Sálmur 914 Lifandi vatnið

Almenn kirkjubæn 

Allir: Faðir vor

Blessun                                                                     

Sálmur 56 Son Guðs ertu með sanni

Eftirspil: Praeludium et fuga BWV 531 í C-dúr Johann Sebastian Bach

 

Kaffi í suðursal eftir guðsþjónustuna