Guðsþjónusta sunnudaginn 23. ágúst kl. 11

21. ágúst 2020


Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 11

Ellefti sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson
Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.
Fermd verður Anna Alexandra Haraldsdóttir.

Forspil
Introduction-Choral úr Suite Gothique, Léon Boëllmann

Sálmar

926   Á hverjum degi
9       Lofsyngið Drottni
848   Allt sem Guð hefur gefið mér
258   Konungur lífsins kemur hér til sala
257   Guð leiði þig, mitt ljúfa barn,
367   Eigi stjörnum ofar

Eftirspil
Toccata, úr Suite Gothique Leon Boëllmann

Lexían
Sálmur 19  v. 2 – 5, 9-11, 15

Himnarnir segja frá Guðs dýrð,
festingin kunngjörir verkin hans handa.
Hver dagur kennir öðrum
og hver nótt boðar annarri speki.
Engin ræða, engin orð,
ekki heyrist raust þeirra.
Þó berst boðskapur þeirra um alla jörð
og orð þeirra ná til endimarka heims.
Þar reisti hann röðlinum tjald.

Fyrirmæli Drottins eru rétt,
gleðja hjartað.
Boðorð Drottins eru skír,
hýrga augun.
Ótti Drottins er hreinn,
varir að eilífu.
Ákvæði Drottins eru sannleikur,
eru öll réttlát.
Þau eru dýrmætari en gull,
gnóttir af skíragulli
og sætari en hunang,
hunangseimur.

Mættu orð mín vera þér þóknanleg
og hugsanir hjarta míns koma fram fyrir þig,
Drottinn, bjarg mitt og frelsari.

Pistillinn
Filippíbréfið 2:1-5

Fyrst Kristur veitir kjark, fyrst kærleikur hans uppörvar, fyrst andi hans skapar samfélag, fyrst þar ríkir hlýja og samúð gerið þá gleði mína fullkomna með því að vera einhuga, hafa sama kærleika, einn hug og eina sál. Gerið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillát og metið hvert annað meira en ykkur sjálf. Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var.

Guðspjallið
Matt. 28: 18-20

Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“

Verið hjartanlega velkomin til Guðsþjónustu í Hallgrímskirkju.