Í októbermánuði klæðist Hallgrímskirkja bleikum ljóma í samstöðu með þeim hetjum sem greinst hafa með krabbamein og í stuðningi við vitundarvakningu um forvarnir og snemmbæra greiningu.
Bleikur október er árleg herferð Krabbameinsfélags Íslands sem minnir okkur á mikilvægi þess að huga að heilsunni, sýna samhug og styrkja þá sem standa í baráttu við sjúkdóminn. Bleiki dagurinn í ár verður miðvikudaginn 22. október.
Það er okkur í Hallgrímskirkju hjartans mál að leggja þessu fallega og mikilvæga málefni lið. Ljós kirkjunnar ber von, hlýju og kærleik og er tákn um samstöðu og trú á lífið.
Við hvetjum gesti og vegfarendur til að staldra við, líta upp í bleika ljósið og leyfa voninni að skína í myrkri.