Hallgrímskirkja tekur þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík

18. apríl 2023
Fréttir

Hallgrímskirkja tekur þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík sem verður haldin 18. - 23. apríl næstkomandi. Þemað í ár er friður og Hallgrímskirkja verður með friðarleik fyrir börn á sumardaginn fyrsta kl. 13:00. Leikurinn byrjar í kirkjuskipinu og börnin setjast í hring á dýnur á gólfinu. Leikurinn fer fram í þögn og börnin herma eftir leiðbeinandanum. Skemmtilegir hlutir með hljóðum, lykt eða eru blautir ganga á milli barnanna og allir skiptast á að gera. Börnin læra friðarkveðjuna á táknmáli í hringnum. Í lokin leggjast börnin á dýnurnar og hlusta á friðarsálm leikinn á stærsta orgel Íslands. Eftir sálminn er farið út á Hallgrímskirkjutorg og þar verður friðarsúlan krítuð með krítum. Engar skráning og öll börn eru hjartanlega velkomin.

Hér má sjá dagskrána á hátíðinni: https://reykjavik.is/barnamenningarhatid/dagskra#/event/450944