Hallgrímskirkja 30 ára

Til hamingju með afmælið. Í dag eru 30 ár liðin frá vígslu kirkjunnar, 26. október 1986. Ótrúlega stuttur tími miðað við stórkostlegan árangur og starf. Helgihald hefur verið rækt af fegurð og trúmennsku. Miklar hátíðir hafa verið haldnar og listin hefur blómstrað. Milljónir fólks hafa komið í Hallgrímskirkju. Margir hafa lifað sínar stærstu stundir í þessu hliði himins.

Á þessum tímamótum þökkum við öllum þeim sem hafa starfað, þjónað, sungið, stjórnað, spilað, skrúbbað, smíðað, málað, lagt lið, tekið þátt í helgihaldi og verið hluti af samfélagi Hallgrímskirkju. Við erum lánsöm að hafa fengið að starfa og vera í þessu hliði himins.

Við fögnum á afmælisdegi og næstu daga og vikur á kyrrðarstund, fyrirlestrum, tónleikum og í messum.

Til hamingju með afmælið. F.h. sóknarnefndar og starfsfólks Hallgrímskirkju

Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, prestar Hallgrímskirkju