Hallgrímskirkja í dymbilviku og um páska

Hallgrímskirkja í dymbilviku og um páska

Helgihald verður fjölbreytilegt og margir tónleikarnir og viðburðir í Hallgrímskirkju á næstu dögum. Hallgrímskirkja er opinn helgidómur í hjarta borgarinnar. Verið velkomin.

Laugardagurinn 19. mars

Kl. 14. Pétur og úlfurinn eftir Prokofiev. Orgelleikari: Mattias Wager frá Stokkhólmi. Sögumaður: Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona. Miðasala við innganginn.

 

Pálmasunnudagur 20. mars

Kl 10 Fræðslumorgunn: Upp, upp mín sál... Mörður Árnason hefur samið ítarlegar og afar upplýsandi skýringar fyrir nýja útgáfu Passíusálmana sem er nr. 92 frá upphafi. Á þessum fræðslumorgni fjallar Mörður um Hallgrím Pétursson og Passíusálma.

Kl. 11 Messa: Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og messuþjónum. Barnakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, organista. Birkið kemur í stað pálmagreinanna.

17.00 Orgeltónleikar: KROSSGANGA KRISTS - Le chemin de la croix eftir franska tónskáldið Marcel Dupré. Orgelleikari: Mattias Wager. Lesari: Sólveig Simha. Verkið er fjórtán hugleiðingar um krossgöngustöðvar Jesú Krists á leið til Golgatahæðar. Tónsmíðin byggir á samnefndu ljóði eftir franska skáldið Paul Claudel, sem leikkonan Sólveig Simha flytur á frummálinu. Miðasala í kirkjunni.

 

Skírdagur 24. mars

Kl. 17 Söngvahátíð barnanna. Barnakórar og hljómsveit flytja kirkjusöngva með sveiflu! Flytjendur: Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, stjórnandi Helga Loftsdóttir

Graduale futuri, Langholtskirkju, stjórnandi Rósa Jóhannesdóttir

Kórskóli Langholtskirkju, stjórnandi Bryndís Baldvinsdóttir

Barnakór Seljakirkju, eldri og yngri deild, stjórnandi Rósalind Gísladóttir

Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju, stjórnandi: Ása Valgerður Sigurðardóttir

Barnakór Ísaksskóla, stjórnandi: Ása Valgerður Sigurðardóttir ásamt hrynsveit og Klais-orgeli Hallgrímskirkju.

Umsjón Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Aðgangur ókeypis

Kl. 20 Skírdagsmessa – Getsemanestund – Föstutónleikar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Schola Cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Í lok athafnar verður Getsemanestund með afskrýðingu altaris. Altarisklæði og hökull eftir Unni Ólafsdóttur tekið fram til notkunar í guðsþjónustu föstudagsins langa. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Gesualdo, Lotti og Allegri. Schola cantorum heldur upp á 20 ára afmæli.

 

Föstudagurinn langi 25. mars:

Kl. 11. Guðsþjónusta. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með messuþjónum. Litanía Bjarna Þorsteinssonar flutt. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi og organisti Hörður Áskelsson.

Passíusálmalestur: Á föstudaginn langa hefst lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar kl. 13. Lesarar úr röðum félaga Mótettukórsins: Gísli Sigurðsson, Guðrún Hólmgeirsdóttir, Halldór Hauksson, Inga Harðardóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Ævar Kjartansson, Guðrún Finnbjarnardóttir, Elva Dögg Melsted, Snorri Sigurðsson og Gunnar Thor Örnólfsson. Stjórnendur eru Svanhildur Óskarsdóttir og Ævar Kjartansson. Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson leika á orgelið milli lestra.

 

Páskadagur 27. mars

8.00 Hátíðarguðsþjónusta. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni og messuþjónum. Páskatónlist, m.a. páskahelgileikur úr Hólabók frá 1589 fluttur af Mótettukór Hallgrímskirkju og einsöngvurum úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

11.00 Hátíðarmessa. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og messuþjónum. Páskatónlist. Mótettukór Hallgrímskirkju og stjórnandi Hörður Áskelsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

Kl. 14.00 Ensk messa. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

 

Annar í páskum 28. mars:

Kl. 11.00 Hátíðarmessa og ferming. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og Ingu Harðardóttur, æskulýðsfulltrúa. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða messusönginn. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson.

 

Verið velkomin í hlið himins.