Hallgrímskirkjukonsert - Tónleikar LHÍ


Tónleikar LHÍ í Hallgrímskirkju


Laugardaginn 27. janúar kl. 14


Ókeypis aðgangur


Fjölbreytt og spennandi músík mun hljóma á tónleikum tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju næstkomandi laugardag, 27. janúar klukkan 14. Einleiksverk, kammerverk og ljóðasöngvar hljóma auk einleiksverks fyrir hið volduga Klais-orgel kirkjunnar en tónlistin er öll eftir tónsmíðanemendur LHÍ og í flutningi hljóðfæra- og söngnemenda tónlistardeildar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Tónsmíðanemarnir sem verk eiga á tónleikunum eru á allir á öðru og þriðja ári í bakkalárnámi í tónsmíðum: Andrés Þorvarðarson, Ari Hálfdán Aðalgeirsson, Bjarki Hall, Emilía Ófeigsdóttir, Gunnhildur Birgisdóttir, Katrín Helga Ólafsdóttir, Magni Freyr Þórisson, Olesja Kozlovska, Sævar Helgi Jóhannesson og Þráinn Þórhallsson.

Þetta eru fyrri tónleikarnir af tveimur sem tónlistardeildin heldur í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju vorið 2018, en á seinni tónleikunum, sem fram fara í apríllok, mun tónlist tónskáldanna Atla Heimis Sveinssonar (1938), Jóns Ásgeirssonar (1928), Jórunnar Viðar (1918-2017) og Þorkels Sigurbjörnssonar (1938-2013) verða í aðalhlutverki í tilefni stórafmæla þessara fjögurra tónskálda árið 2018.

Verið velkomin.