Hádegisbænir

08. apríl 2021
Breyting verður á fyrirkomulagi hádegisbæna frá og með föstudeginum 9. apríl. Bænirnar verða áfram kl. 12 á hádegi og verða mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Einnig verða hádegisbænir á sunnudögum kl. 12 meðan ekki er hægt að messa vegna sóttvarnaaðgerða. Prestar, djákni og starfsfólk kirkjunnar stýra bænahaldinu. Allir eru velkomnir til bæna en ekki er heimilt að fleiri en 30 séu í kirkjunni við helgistundir.