HÁDEGISJÓLATÓNLEIKAR MEÐ SCHOLA CANTORUM

17. desember 2019


Kammerkórinn Schola cantorum heldur jólatónleika í Hallgrímskirkju föstudaginn 20. desember kl. 12.

Á vetrarsólstöðum flytur Schola cantorum hugljúfa jólatónlist úr ýmsum áttum. Nýleg íslensk jólalög í bland við önnur vel þekkt, bæði íslensk og erlend munu hljóma og má þar nefna Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson, Stráið salinn í útsetningu John Rutter, Hátíð fer að höndum ein í nýrri útsetningu Auðar Guðjohnsen og Ó, helga nótt eftir Adams. Upplagt tækifæri til að koma við í Hallgrímskirkju í hádeginu, auðga jólaandann og fagna bjartari tíð.

Einsöngvarar eru Hildigunnur Einarsdóttir alt, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran.

Tónleikarnir eru hluti af jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju.

Stjórnandi Hörður Áskelsson.

Miðaverð 3.000 kr./ 1.500 kr. fyrir Listvinafélaga (Afsláttinn er aðeins hægt að nýta í Hallgrímskirkju. Miða er hægt að kaupa í anddyri kirkjunnar á undan tónleikunum og á www.tix.is.

Að auki er hægt að kaupa miða í búð kirkjunnar frá kl. 09:00-17:00.