Hádegistónleikar með Schola cantorum


Hádegistónleikar Schola cantorum eru kl. 12.00 miðvikudaginn 17. ágúst. Aðgangseyrir er 2500 kr. og miðar seldir við innganginn. Miðasala hefst klukkustund fyrir tónleika. Kórinn gaf út á dögunum nýjan geisladisk sem ber heitið Meditatio. Hægt er að fjárfesta í þeim diski fyrir og eftir tónleika.

Hlökkum til að sjá ykkur.