Hádegistónleikar Schola Cantorum falla niður miðvikudaginn 18. júlí


Miðvikudaginn 18. júlí mun Schola Cantorum syngja á Þjóðfundi á Þingvöllum á vegum Alþingis kl. 14 í beinni útsendingu á rúv.is í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hádegistónleikar kórsins í Hallgrímskirkju falla því niður af þessu tilefni.