Heimsókn frá Framkvæmdasýslunni

12. október 2018


Nokkrir starfsmenn Framkvæmdasýslu ríkisins ákváðu að gerast ferðamenn á Íslandi í hádeginu í dag og heimsóttu í því skyni Hallgrímskirkju. Þau mættu með sitt eigið kakó, sykurpúða og rjóma eins og góðum ferðamönnum sæmir og kíktu svo upp í turn.

Við þökkum nágrönnum okkar í Framkvæmdasýslunni fyrir skemmtilega heimsókn og bjóðum þau velkomin aftur - sem oftast.