Heit ástarkveðja

08. maí 2021
Yfir kirkjudyrum Hallgrímskirkju stendur:

„Beygðu holdsins og hjartans kné,
heit bæn þín ástarkveðja sé.“


Hvað merkir það? Mæðradagur og bænadagur eru sama daginn, 9. maí. Guðsþjónustan í Hallgrímskirkju hefst kl. 11. Sigurður Árni Þórðarson talar um ást, bæn, trú og kirkju í prédikun. Irma Sjöfn Óskarsdóttur þjónar fyrir altari. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Messuþjónar: Ágústa Þorbergsdóttir, Óskar Jónsson, Broddi Þorsteinsson, Hjördís Þorbergsdóttir og Magnús Benediktsson. Umsjón barnastarfsins: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir.

Forspil: Großer Gott wir loben Dich Flor Peeters

Sálmur 29 – Mikli Drottinn dýrð sé þér

Sálmur 592 – Hvar sem ég er

Sálmur 286 – Kirkjan er oss kristnum móðir

Prédikun

Sálmur 719 – Nú skrúða grænum skrýðist fold

Sálmur 11b – Drottinn Guð, þitt dýra nafnið skæra

Eftirspil: Grand Chœur Théodore Dubois

Textar 5. sunnudags eftir páska samkvæmt þriðju textaröð kirkjuársins:
Lexía: Slm 102.12-21

Dagar mínir eru sem síðdegisskuggi
og ég visna sem gras.
En þú, Drottinn, ríkir að eilífu
og þín er minnst frá kyni til kyns.
Þú munt rísa upp, sýna Síon miskunn
því að nú er tími til kominn að líkna henni,
já, stundin er runnin upp.
Því að þjónar þínir elska steina Síonar
og harma yfir rústum hennar.
Þá munu þjóðirnar óttast nafn Drottins
og allir konungar jarðarinnar dýrð þína
því að Drottinn byggir upp Síon
og birtist í dýrð sinni.
Hann gefur gaum að bæn hinna allslausu
og hafnar ekki bæn þeirra.
Þetta skal skráð fyrir komandi kynslóð
og þjóð, sem enn er ekki sköpuð, skal lofa Drottin.
Drottinn lítur niður frá sinni heilögu hæð,
horfir frá himni til jarðar
til að heyra andvörp bandingja
og leysa börn dauðans.


Pistill: 1Jóh 5.13-15
Þetta hef ég skrifað ykkur sem trúið á nafn Guðs sonar til þess að þið vitið að þið eigið eilíft líf. Og þetta er traustið sem við berum til hans: Ef við biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann okkur. Og ef við vitum að hann bænheyrir okkur um hvað sem við biðjum, þá vitum við að við höfum þegar öðlast það sem við báðum hann um.


Guðspjall: Jóh 14.12-14
Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig mun einnig gera þau verk sem ég geri. Og hann mun gera meiri verk en þau því ég fer til föðurins. Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni það mun ég gera svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég gera það.