"Heyr þann boðskap sem boða við megum..."

27. ágúst 2021
.....bundinn friði og réttlæti í heimi .

Þessi orð eru úr sálmi ættuðum frá Suður Ameríku sem sr. Kristján Valur Ingólfsson þýddi á íslensku.  Við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kl. 11.00 syngjum við þennan sálm ásamt fleirum.  Ungur drengur verður borinn til skírnar í upphafi guðsþjónustunnar.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari en organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene.  Forsöngvarakvartett leiðir söng og messuþjónar aðstoða.
Þessi sunnudagur er jafnframt dagur helgaður kærleiksþjónustu kirkjunnar.
Guðspjall sunnudagsins og prédikun leiðir okkur inn í veröld boðskapar um frið og réttlæti, nýtt líf og fögnuð sem Kristur boðar. Boðskap um trú von og kærleik.  Meira um það á sunnudaginn en sálminn sem nefndur var hér í upphafi má heyra fluttan af Barnakór Ísaksskóla hér...

Sálmur nr. 835

:,: Heyr þann boðskap er boða við megum
bundinn friði og réttlæti í heimi. :,:
:,: um trú, von og kærleik,
þar er sigur hins góða á jörð. :,:

2. :,: Þetta guðspjall sem gaf okkur Kristur
gefur fátækum nýtt líf og fögnuð, :,:
:,: og trú, von og kærleik.
Þar er sigur hins góða á jörð. :,:

3. :,: Þetta guðspjall sem gaf okkur Kristur
gefur þrælum og fjötruðum frelsi, :,:
:,: og trú, von og kærleik.
Þar er sigur hins góða á jörð. :,:

4. :,: Með þeim boðskap sem boða við eigum
boðast líkn hinum þjáðu og smáðu, :,:
:,: með trú, von og kærleik.
Þar er sigur hins góða á jörð. :,: