Himinmyndin

09. febrúar 2022
Fréttir

Nágrannar okkar og ferðaþjónusta á Skólavörðustígnum, Guide to Iceland, birtir fjölda glæsilegra mynda á vef sínum og samfélagsmiðlum. Fyrir nokkrum dögum var þessi himinmynd af Hallgrímskirkju á facebook-vef fyrirtækisins. Við fengum leyfi til að birta hana á vef Hallgrímskirkju. Á henni sést að hún var tekin þegar vetrarhátíð var haldin í Reykjavík í byrjun febrúar 2022. Snjór var yfir öllu og mikið af bílum var á holtinu. En myndin opinberar vel hina fallegu hönnun lóðar kirkjunnar sem Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og Ögmundur bróðir hennar unnu. Sporaskja, egg, tákn um hið nýja. Mynstrið á Hallgrímstorgi, unnið úr keltneskum fyrirmyndum, hefur heillað marga. Kirkjan er eins og ungi í eggi sem bíður nýs tíma, brjótast út úr skelinni. Þegar myndin af himnum birtist á vef Guide to Iceland vakti hún mikil viðbrögð. Margir deildu henni og fjöldi ferðamanna sem höfðu komið til Íslands tjáðu hrifningu sína og sögðu álit sitt á kirkjunni og hvað áhrif hún hafði. M.a. voru þessi viðbrögð:

Garry Delday: Incredible piece of architecture, as stunning inside. Took 41 years to build but they got it right.

Peggy Johnson Kessel: One of my favorite places on earth. My husband & I visited for our 25th. anniversary. Hallgrímskirkja is as beautiful inside as it is on the out. And quite a breathtaking view of Reykjavik & beyond from the tower too!