Himinn í mömmubumbu

12. maí 2019
Hvernig er himinn þinn? Hvernig hugsar fólk um paradís? Og getur verið að við séum eins og fóstur í móðurkviði, heyrum sumt, skynjum margt en höfum ekki fullmótaða mynd? Já, það er mæðradagurinn og í prédikun Sigurðar Árna um himininn er m.a. íhuguð skynjun fósturs í móðurkviði og hliðstæður þess að tala um himininn og móta himnaríkismyndir. Ræðan er að baki þessari smellu.