Hinn síungi organisti Haukur Guðlaugsson vekur athygli

16. júní 2016




Hinn síungi öldungur, Haukur Guðlaugsson, hefur enn og aftur slegið í gegn. Hann er 85 ára og kemur reglulega í Hallgrímskirkju til að æfa sig og stundum hefur hann leikið á kyrrðarstundum sl. vetur. Haukur Guðlaugsson er fyrrum söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og fyrrverandi skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Ferðamaðurinn Mike Matthews var á ferð um daginn og sendi svo þessa klippu og sagði frá hversu snortinn hann hefði verið. Takk Haukur og takk Mike Matthews.

Hérna er hægt að sjá glæsilega myndbandið sem Mike Matthews sendi okkur

Til sölu í versluninni Guðbrandsstofu er geisladiskur sem ber heitið Organ flóra. Diskurinn kom út árið 2011 og inniheldur samansafn af orgel leik hans frá mismunandi kirkjum frá 1965 - 2010.