Hinsegin dagar hafnir og Gleðigangan fer frá Hallgrímskirkju að vanda

08. ágúst
Hinsegin dagar eru hafnir og af því tilefni eru tröppurnar í Hallgrímskirkju skreyttar regnboganum.
Hinsegin dagar eru mikilvægir. Þeir vekja athygli á misrétti og ofbeldi og rjúfa þögnina.
 
Gleðigangan 2025 sem er hápunktur hátíðarinnar fer af stað laugardaginn 9. ágúst kl. 14. frá Hallgrímskirkju.
 
Hallgrímskirkja styður við réttindabaráttu hinsegin samfélagsins og óskar öllum gleðilegra Hinsegin daga.
 
Úr sálmi 505: Ó ást sem faðmar allt!
 
1 Ó, ást, sem faðmar allt! Í þér
minn andi þreyttur hvílir sig,
þér fús ég offra öllu hér,
í undradjúp þitt varpa mér.
Þín miskunn lífgar mig.
 
2. Ó, fagra lífsins ljós er skín
og lýsir mér í gleði' og þraut,
mitt veika skar, það deyr og dvín,
ó, Drottinn minn, ég flý til þín
í dagsins skæra skaut.
 
3. Ó, gleði' er skín á götu manns
í gegnum lífsins sorgarský.
Hinn skúradimmi skýjafans
er skreyttur litum regnbogans
og sólin sést á ný.
 
George Matheson 1882 – Sigurbjörn Sveinsson, 1931 – Sb. 1972
 
HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐURINN OKKAR