Hátíð fyrsta sunnudag í aðventu

27. nóvember 2015
Hátíð í Hallgrímskirkju 29. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu.  

Hátíðarmessa kl. 11.00

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni og Unni Halldórsdóttur djákna. Messuþjónar aðstoða. Lesarar eru Erla Elín Hansdóttir, Bjarni Gíslason, Kristín Ólafsdóttir, Elín Sigrún Jónsdóttir og Jóhannes Gunnarsson. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur, æskulýðsfulltrúa kirkjunnar. Útvarpað er frá messunni á rás 1 RÚV.

Opnun myndlistasýningar

Ný myndlistarsýning Erlu Þórarinsdóttur verður opnuð eftir messu.

Fræðsluerindi

Pétur Ármannssonar arkitekt flytur fræðsluerindi um byggingarlist Hallgrímskirkju kl. 13. 00

Ensk messa

Síðasta sunnudag hvers mánaðar er ensk messa í Hallgrímskirkju kl. 14.00. Prestur er að venju sr. Bjarni Þór Bjarnason. Allir velkomnir.