Hátíðarhljómar við áramót kl. 16.30 - Ath breyttan tímaHátíðarhljómar við áramót eru nú haldnir í 24.sinn í Hallgrímskirkju, þar sem dregnir eru upp lúðrar og pákur og áramótin spiluð inn að vanda við hrífandi orgelundirleik. Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Eggert Pálsson pákuleikari og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari flytja glæsileg hátíðarverk m.a. eftir Vivaldi, Purcell, Bach og Albinoni. Þessir gríðarlega vinsælu tónleikar hefjast kl. 16.30- ath breyttan tíma.

Aðgangseyrir er 3.900 krónur, hálfvirði fyrir listvini, öryrkja og nemendur.

Miðar á tónleikana fást á tix.is, í Hallgrímskirkju, s. 510 1000 og við innganginn.