Hátíðarhljómar við áramót kl. 17 á Gamlársdegi

28. desember 2015


Hátíðartónlist fyrir 3 trompeta, orgel og pákur kl. 17 í Hallgrímskirkju á Gamlársdegi. Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari og Eggert Pálsson pákuleikari flytja glæsileg hátíðarverk m.a. eftir Vivaldi, Purchell, Bach og Albinoni. Áramótastemningin byrjar með hátíðarhljómum þeirra félaga, enda njóta þessir tónleikar gríðarlega mikilla vinsælda.

Aðgangseyrir er kr. 3500. Listvinir fá 50% afslátt. Hægt er að kaupa miða við innganginn, í síma 5101000 og inn á midi.is

Nánar um tónleikana