Hátíðarmessa fyrsta sunnudag í aðventu kl. 11

01. desember 2017

Hátíðarmessa kl. 11 í Hallgrímskirkju.


Fyrsti sunnudagur í aðventu, 3. desember.
 

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Sr. Þorvaldur Víðisson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Lesarar eru fermingarbörn, messuþjónar og fulltrúar frá Hjálparstarfinu. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Upphaf landssöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar. Útvarpað verður frá Rás 1.

Kaffisopi eftir messu og einnig verður opnun listssýningar í fordyri kirkjunnar kl. 12.15.

Verið hjartanlega velkomin til messu!

Messuskráin er hérna í tölvutæku formi:

171203.Fyrsti.sd.í.aðventu