Hátíðarmessa á Hvítasunnudag og barnastarf
sunnudaginn 20. maí kl. 11.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni sem prédikar. Messuþjónar aðstoða. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Pistillinn er lesinn á ýmsum tungumálum. Barnastarfið er í umsjón Ingu Harðardóttur. Í messulok verður opnuð sýningin
Votiv Áheit eftir Ingu Sigríði Ragnarsdóttur. Messunni verður útvarpað á RÁS 1.
Ritningalestrar: Jóel 3.1-5 og Postulasagan 2. 1-4
.
Guðspjall: Jóhannes 14. 23-31a.