Hátíðarmessa og 35 ár Hallgrímskirkju

21. október 2021
Vígsluafmælis Hallgrímskirkju verður minnst í messunni 24. október. 35 ár eru liðin frá því kirkjan var vígð. Messa og barnastarf hefjast kl. 11. Prestar Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Messuþjónar aðstoða. Nýr Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfi stjórnar Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni, og Ragnheiður Bjarnadóttir.