Hátíðarmessa og barnastarf - Fyrsti sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf
Sunnudaginn 1. desember kl. 11
Fyrsti sunnudagur í aðventu og upphaf kirkjuársins
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, sem prédikar. Messuþjónar aðstoða. Lesarar eru fulltrúar frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hefur Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir.

Upphaf jólasöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar og nýs starfsárs Listvinafélags Hallgrímskirkju.

Eftir messu verður opnun myndlistasýningar eftir Guðrúnu A. Tryggvadóttur í fordyri kirkjunnar og kaffisopi í Suðursal. 

Allir velkomnir. 

Messuskráin er hér fyrir neðan í tölvutæku formi:

191201.Fyrsti.sd.í.aðventu