Hátíðartónlist fyrir 2 trompeta og orgel

30. desember 2019


Einir vinsælustu tónleikar ársins eru nú haldnir í 27. sinn.

Mánudagur 30. desember kl. 20
Þriðjudagur 31. desember (Gamlársdagur) kl. 16

Trompetleikararnir BALDVIN ODDSSON OG JÓHANN NARDEAU og BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON organisti Hallgrímskirkju flytja glæsileg hátíðarverk frá barokktímanum, m.a. eftir J.S. Bach, (Tokkata og fúga í d-moll) Vivaldi o.fl.

Þessir tveir afburða ungu íslensku trompetleikarar koma frá New York og París til að færa okkur hátíðarstemmningu áramótanna í samleik við Klais- orgelið. Þeir léku á Hátíðarhljómum í fyrra og hlutu frábærar viðtökur, og þeir leika á einungis á piccolo trompeta, sem gerir mjög miklar kröfur um færni og gefur sérstakan hátíðarhljóm. 

Þetta  er í 27. sinn sem Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á tónleika undir yfirskriftinni Hátíðarhljómar við áramót. Áramótastemmningin byrjar með hátíðarhljómum trompetanna og orgelsins enda njóta þessir tónleikar gríðarlegra vinsælda og hafa verið haldnir slíkir tónleikar fyrir fullu húsi á gamlárskvöld allt frá vígslu Klais orgelsins 1992. Lúðraþytur og trumbusláttur hafa um aldir tengst hátíðum. Fyrirmyndir þess má finna í elstu sálmabók kirkjunnar, Saltaranum, þar sem Drottinn er lofaður með bumbum og málmgjöllum. Lúðraköll - fanfarar tengjast bæði konunglegum lífvörðum og herkvaðningum af ýmsum toga og í kirkjunni hafa þessi hljóðfæri meðal annars verið notuð þegar upprisu Krists er fagnað á páskum og með dýrðarsöng englanna á Betlehemsvöllum.

Flest verkin eiga uppruna sinn á barokktímabilinu.
Sjá nánar á LISTVINAFELAG.IS - JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU 2019

Aðgangseyrir: 3.500 kr. (30. desember kl. 20) / 4.000 kr. (Gamlársdag kl. 16). Miðasala inn á MIDI.is og við innganginn fyrir tónleika.