Hvaða brauð - fyrir hvern?

12. mars 2021
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 14. mars 2021 kl. 11. Fjórði sunnudagur í föstu er brauðsunnudagur. Í kirkjum er veisluborð í miðju. Textar dagsins varða brauðið á því borði og tjá lífhugsun kristninnar, áherslumál Jesú og þar með lífsafstöðu trúmannsins. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti Steinar Logi Helgason. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir stýra barnastarfinu.

Forspil Preambulum í F-dúr eftir Vincent Lübeck

Sálmur 22 - Þú mikli Guð ...

Miskunnarbæn – 871 Kyrie

Fyrri ritningarlestur: 2 Kon 4.42-44
Einu sinni kom maður frá Baal Salísa og færði guðsmanninum tuttugu byggbrauð, frumgróðabrauð. Dálítið af nýju korni hafði hann einnig í poka sínum. Elísa sagði: „Gefðu fólkinu þetta.“ „Hvernig get ég gefið þetta hundrað mönnum?“ svaraði þjónn hans. En hann sagði: „Gefðu fólkinu þetta að eta því að svo segir Drottinn: Þeir munu eta og leifa.“ Síðan bar hann þetta fyrir þá og þeir átu og leifðu eins og Drottinn hafði sagt.

Seinni ritningarlestur: Post 27.33-36
Undir dögun hvatti Páll alla til að neyta matar og sagði: „Þið hafið nú þraukað hálfan mánuð fastandi og matarlausir. Það er nú mitt ráð að þið matist. Þess þurfið þið ef þið ætlið að bjargast. En enginn ykkar mun einu hári týna af höfði sér.“ Að svo mæltu tók hann brauð gerði Guði þakkir í allra augsýn, braut það og tók að eta. Urðu nú allir hressari og fóru líka að matast.

Sálmur 367 - Eigi stjörnum ofar ...

Guðspjall: Jóh 6.52-58
Nú deildu Gyðingar hver við annan og sögðu: „Hvernig getur þessi maður gefið okkur líkama sinn að eta?“ Þá sagði Jesús við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans þá er ekki líf í yður. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefur eilíft líf og ég reisi hann upp á efsta degi. Hold mitt er sönn fæða og blóð mitt er sannur drykkur. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt er í mér og ég í honum. Eins og hinn lifandi faðir sendi mig og veitir mér líf, svo mun ég láta þann lifa sem mig etur. Þetta er það brauð sem niður steig af himni. Það er ekki eins og brauðið sem feðurnir átu enda dóu þeir. Sá sem etur þetta brauð mun lifa að eilífu.“

Trúarjátning

Sálmur 814 - Brauð til saðnings ... 

Prédikun

Kórsöngur Ég veit um himins björtu borg (534). Norskt þjóðlag, úts. Þorkell Sigurbjörnsson. Texi: Bernt Støylen, þýð. Sigurbjörn Einarsson.

Sálmur 56 - Son Guðs ertu með sanni ...

Eftirspil Toccata eftir Jón Nordal