In Paradisum

07. nóvember 2019

In Paradisum
Sunnudagur 10. nóvember kl. 17




In Paradisum er að þessu sinni yfirskrift hinna árlegu tónleika kammerkórsins Schola Cantorum í Hallgrímskirkju í tilefni af Allraheilagramessu. Titillinn er sóttur í heiti eins kafla úr Sálumessu eða Requiem sem ótal stórbrotin tónverk hafa verið samin við.

Á tónleikunum flytur kórinn fjölbreytta blöndu af trúarlegum tónverkum og útsetningum eftir íslenska og erlenda höfunda sem flest eru frá síðari árum. Schola Cantorum heldur áfram á þeirri braut sem mörkuð var með útgáfu hljómdisksins Meditatio sem vakti athygli víða um heim fyrir fágaðan söng og vandaða útgáfu. Verkin sem flutt verða á tónleikunum eru krefjandi en aðgengileg kórtónlist, án undirleiks, þar sem horft er inn á við - og veita innblástur til íhugunar, kyrrðar og minningar sálna sem kvatt hafa jarðvistina.

Stjórnandi er Hörður Áskelsson

Þetta verður áhrifarík, upplífgandi og sálarbætandi tónlistarstund í flutningi eins af bestu kórum Íslands í hinum einstaka hljómi Hallgrímskirkju.

Miðaverð er 4500 kr. og fást miðar á tix.is og í anddyri kirkjunnar á tónleikadegi.