Síðastliðinn sunnudag var opin sálmaæfing og messa í Hallgrímskirkju. Um 40 manns mættu á æfinguna og hafði það augljós jákvæð áhrif á almennan söng í messunni.
Björn Steinar Sólbergsson organisti leiddi æfinguna, kenndi og kynnti sálmana og félagar úr Kór Hallgrímskirkju studdu við sönginn á æfingunni auk þess sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur hvatti viðstadda til söngs bæði á æfingunni og í messunni sjálfri.
Að hefja messuna með þessari opnu sálmaæfingu hafði fjölmörg jákvæð áhrif bæði á safnaðarfólk og andrúmsloftið í kirkjunni. Kirkjugestir fengu tækifæri til að æfa sálmana fyrir messu, og varð þátttaka þeirra virkari og meðvitaðri í almennum söng. Þetta stuðlaði að því að fleiri sungu af öryggi og gleði, sem styrkti sameiginlega upplifun guðsþjónustunnar. Sálmarnir urðu aðgengilegri og meira lifandi.
Þetta skapaði hlýlegt og opið andrúmsloft í kirkjunni og kirkjan varð þá ekki aðeins helgistaður, heldur líka staður þar sem við sameinumst í rödd og trú og hvöttu kirkjugesti til þátttöku.
Kirkjan okkar er lifandi samfélag sem leggur áherslu á þátttöku, virðingu og gleði og það var svo sannarlega sýnilegt á sunnudaginn.
Við þökkum sóknarprestinum okkar, kórfélögum og öllum sem mættu, þá sérstaklega Birni Steinari.
HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR SAMFÉLAGS OG SÖNGVA!