Jazz fyrir jólin

Þýskt jazzdúó, skipað Markusi Burger píanóleikara og  Jan von Klewist saxófónleikara, efnir til jólajazztónleika Hallgrímskirkju fimmtudaginn 17. desember, kl. 20. Þeir félagar ferðast nú um heiminn sem tónlistarsendiboðar Þýskalands í tilefni af 500 ára afmælis siðaskiptanna árið 2017. Fluttir verða þekktir þýskir jólasálmar í jazzbúningi. Þeir voru hér síðast á Jólatónlistarhátíðinni 2013 og léku þá fyrir fullu húsi við rífandi undirtektir. Tónleikarnir eru í samvinnu við þýska sendiráðið. Tekið verður á móti frjálsum framlögum til Landsbjargar. Aðgangur ókeypis. Sjá listvinafelag.is