Þjóðhátíð Hallgrímskirkju 17. júní

15. júní 2015


Þrennt verður á dagskrá þjóðhátíðardags 17. júní.

Árdegismessa verður kl. 8 árdegis. Prestur Sigurður Árni Þórðarson. Íhugun Grétar Einarsson.

Hádegistónleikar kammerkórsins Schola cantorum eru kl. 12:00 og af því tilefni verða eingöngu íslensk þjóðlög og ættjarðarlög á efnisskránni. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Þjóðhátíðarbæn kl. 16. Hörður Áskelsson leikur á orgelið og sr. Sigurður Árni Þórðarson íhugar þjóðhátíð og flytur bæn,