Jólatónleikar með Schola cantorum á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva

14. desember 2019


Sunnudaginn 15. desember kl. 14 verða jólatónleikar með Schola cantorum í Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Þessi tónleikar verða í beinni útsendingu frá Rás 1 og evrópskum útvarpsstöðvum í tilefni af jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva. Kórinn mun flytja tónlist tengda jólum eftir Báru Grímsdóttur, Sigurð Sævarsson, Peter Philips, Gunnar Andreas Kristinsson, Richard Dering, Daníel Bjarnason, Jakob Handl, Þorkel Sigurbjörnsson og Hreiðar Inga Þorsteinsson og frumflytur Jólalag Ríkisútvarpsins 2019, Mín bernskujól, eftir Hafliða Hallgrímsson.Kynnir: Atli Freyr Steinþórsson.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.